top of page

Páll Ivan frá Eiðum lagði stund á nám í tónsmíðum og tónlistartækni í King Edward VI Comunity College í Devon á Bretlandi á árunum 1998-2000 og lauk BA prófi í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2006 auk þess að eiga ókláraða mastersritgerð í sama skóla.

Tónverk Páls Ivans hafa verið flutt víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum og Ástralíu, þar á meðal á hátíðum svo sem Listahátíð í Reykjavík(2008,2014), Myrkum músíkdögum, Tectonics(2012, 2013, 2014: verk fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands) Sláturtíð, RAFLOSTI, Nordic Musicdays, NEXT Festival of Advanced Music in Bratislava, Icelandic Musicdays í Hollandi, Ung Nordisk Musik ofl. Páll Ivan er einn af stofnmeðlimum tónskáldahópsins SLÁTUR.

 

Páll Ivan hefur átt fjölbreyttan feril sem hljóðfæraleikari, en hann leikur á tölvur, raf- og kontrabassa, píanó, gítara og lúðra hvers konar. Hann hefur leikið inn á fjölda hljómplatna og komið fram með tónlistarmönnum úr mörgum ólíkum áttum, þ.a.m. með Benna Hemm Hemm, Stórsveit Nix Noltes, Borko, Kríu Brekkan, Strigaskór nr. 42, Fengjastrútur, Fred Frith, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, ATÓN, Andrew D ́Angelo, Hestbak, Agli Sæbjörnssyni, Slowblow og Múm. Einnig hefur hann útsett fyrir Lúðrasveit Verkalýðsins og 200.000 Naglbíta.

 

Auk þess að vera virkur sem tónskáld og flytjandi hefur hann starfað sem tónlistarkennari og hefur kennt á ólíkustu hljóðfæri í gegnum tíðina.

Af öðrum verkefnum sem Páll Ivan hefur komið að mætti helst nefna tónlist fyrir leikhús í Hafnafjarðarleikhúsinu og Borgarleikhúsinu og útvarpsmennska á Rás 1, sem umsjónarmaður Hlaupanótunnar og sat í stjórn listahátíðarinnar SEQUENCES.

Síðan 2012 hefur Páll Ivan átt blómlegan feril sem myndlistarmaður og stefnir á alheimssigra á því sviði.

bottom of page