Gallerí Fold og La Boutique Design
- Páll Ivan frá Eiðum
- Nov 4
- 1 min read
Jæja já fréttirnar núna eru að ég hef gert samning við Gallerí Fold um að selja myndirnar mínar og ég er mjög mjög ánægður með það. Þær er hægt að skoða hér en best að kíkja við hjá þeim og skoða. Ég geri ráð fyrir því að það sé gott og gjöfult samstarf framundan.
Núna stendur yfir massíf hópsýning í nýju galleríi í hönnunarversluninni La Boutique Design á Mýrargötu í Reykjavík. Þar er ég með nokkur verk til sölu og sýnis og hvet ykkur eindregið til að skoða sýninguna því þar er mjög margt að sjá eftir 37 listamenn (minnir mig). Sýningin hangir eitthvað inn í nýja árið.





Comments