Jazzþorpið í Garðatorgi
- Páll Ivan frá Eiðum
- May 6
- 1 min read
Ég tók þátt í Jazzþorpinu í Garðatorgi síðustu helgi og það var frekar merkileg upplifun. Ég var fenginn til að vera listamaður og mála á staðnum. Það heppnaðist bara mjög vel og ég spjallaði ábyggilega við þúsund manns yfir helgina. Það voru helst konurnar sem voru duglegar að spjalla við mig, spyrja út í listina og hitt og þetta á meðan kallarnir stóðu gjarnan aðeins frá og fylgdust með úr öruggri fjarlægð. Svo var matur, drykkur, sól, blíða og endalausir frábærir tónleikar. Þarna var líka hann Gunni gítarsmiður í sömu erindum og ég, að vera flottur að skapa eitthvað, en honum datt í hug að ég myndi mála einn gítarinn og svo gerði ég það bara. Magnað en pínu stressandi að fá að prófa það (og á aaðeins eftir að klára smá) en Gunni var fljótur að róa mig, frábært að kynnast svona indælum manni. Reyndar voru allir þarna, skipuleggjendur, smiðir, og svo auðvitað konurnar í keramikinu sem voru alveg frábærar, sannkallaðir gleðigjafar. Jæja, segjum þetta gott í bili. Takk fyrir mig Ómar Guðjóns og öll hin.
